Listsýningin verður haldin 5. og 6. apríl á Háaleitisbraut 13, Reykjavík, og er sýningin opin frá 12 til 16 báða dagana. Í forgrunni er fjölbreyttur hópur listafólks og skapandi einstaklinga á einhverfurófi og leyfum við verkum þeirra að tala. Við höfum notað mars og apríl til að kynna listafólkið á facebook síðunni Marglitur mars. Á dagskrá er myndlist, málmsmíði, súkkulaðilist, upplestur, ljóðaflutningur ofl.
Við hvetjum fólk til að koma á sýninguna, skoða verkin, hlusta á flutning og setjast niður í kaffispjall.