LITRÓF EINHVERFUNNAR

Í gær kom út ný bók um einhverfu "Litróf einhverfunnar". Bókin er samin af starfsmönnum Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins og gefin út af Háskólaútgáfunni. Fyrsta eintak bókarinnar var afhent Eygló Harðardóttur félags- og húsnæðismálaráðherra  í velferðarráðuneytinu í gær og eftir heimsókn í ráðuneytið var haldið til Einhverfusamtakanna og Sjónarhóls þar sem einnig voru afhend eintök.  Þökkum við Starfsmönnum Greiningar- og ráðgjafarstöðvarinnar kærlega fyrir heimsóknina og bækurnar og óskum þeim innilega til hamingju með bókina.  Hún verður til sölu á skrifstofu Einhverfusamtakanna og kostar kr. 3.900,-.