Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks ásamt valfrjálsri bókun var undirritaður fyrir hönd íslenska ríkisins 30. mars 2007. Samkvæmt framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014, stendur til að innleiða hann hér á landi árið 2013. Sáttmálinn er meðal annars sérstakur að því leyti að hann segir til um hvernig framkvæmd og eftirlit bæði innanlands og utan eigi að vera háttað. Á málþinginu verður lögð áhersla á þessi atriði sem fjallað er um í 4.(3) gr.og 33. gr. sáttmálans.
Málþingið er ætlað fötluðu fólki, aðstandendum þess, starfsfólki og stjórnendum sem vinna að málefnum fatlaðs fólks og öðrum sem hafa áhuga á málefninu. ÖBÍ vill sérstaklega hvetja fatlað fólk til að mæta á málþingið til að kynna sér sáttmálann.