Minn styrkur - Sumarnámskeið fyrir unglinga á einhverfurófi:
Umsjónarfélag einhverfra heldur þrjú sumarnámskeið fyrir unglinga, 12-20, ára í sumar. Hvert námskeið stendur í tvær vikur. Verða þau með svipuðum hætti og í fyrrasumar, þ.e. unglingarnir mæta virka daga 8:30 og eru á staðnum til 16:30. Farið eru í leiki, sund, keilu, klifur ofl. Er þetta samstarfsverkefni Soroptimistaklúbbs Reykjavíkur og Umsjónarfélags einhverfra.
Fyrsta námskeiðið verður 24. júní-5. júlí, annað námskeiðið verður 8.-19. júlí og þriðja námskeiðið verður 22. júlí-2. ágúst.
Námskeiðin verða haldin í Mýrarhúsaskóla. Námskeiðið kostar kr. 25.000,- og er hádegisverður innifalinn.
Fjórir leiðbeinendur eru með 10-12 unglingum og þarf því þörf fyrir aðstoð að miðast við það.
Skráningin verður opin til 15. maí.
Hafið samband við Sigrúnu sími: 8972682, netfang sigrun@einhverfa.is ef þið viljið fá umsóknareyðublað eða nánari upplýsingar um námskeiðin.