„Múrbrjóturinn“ er viðurkenning sem Landssamtökin Þroskahjálp veita einstaklingi eða einstaklingum, félagi eða verkefni sem að mati samtakanna hefur brotið niður múra í réttindamálum fatlaðs fólks og viðhorfum til þess og stuðlað þannig að því að fatlað fólk verði fullgildir þátttakendur í samfélaginu og hafi tækifæri til að lifa eðlilegu lífi til jafns við aðra.
Óskað eftir ábendingum og tillögum um einstaklinga, félög eða verkefni sem fólki finnst vel að því komin að hljóta viðurkenninguna. Ábendingar og tillögur skulu sendar á throskahjalp@throskahjalp.is eigi síðar en 13. nóvember
Stjórn samtakanna velur verðlaunahafann og fær hann „Múrbrjótinn “ afhentan á alþjóðadegi fatlaðra 3. des. nk.