Út úr skelinni, hópur eldri einstaklinga með ódæmigerða einhverfu og Aspergersheilkenni (18 ára og eldri) hittist næst sunnudaginn 29. ágúst, klukkan 15:15-17.15, að Háaleitisbraut 13, 4. hæð. Sá hópur hittist svo á tveggja vikna fresti á Háaleitisbrautinni. Allir velkomnir.
Unglingahópurinn Hugsuðirnir (12-17 ára) hefur vetrarstarfið þriðjudaginn 31. ágúst klukkan 17:30-19:30 í Þróttheimum við Holtaveg 11. Nánari upplýsingar veitir Sigrún í síma 8972682.
Reykjavík:
Hópur foreldra barna með Aspergersheilkenni/ ódæmigerða einhverfu mun hittast miðvikudagskvöldið 1. september klukkan 20:00, að Háaleitisbraut 13, 2. hæð.
Hópur foreldra barna með einhverfu í leikskólum/grunnskólum mun hittast miðvikudagskvöldið 1. september klukkan 20:00, að Háaleitisbraut 13, 4. hæð.
Akureyri: Foreldrahópur á Akureyri ætlar að hittast þriðjudaginn 14. september klukkan 20:00 í húsnæði Þroskahjálpar í Kaupangi við Mýrarveg. Kveðja, Elín M. Lýðsdóttir, elin@hugurax.is
Reykjanes og Selfoss: Hópastarfið byrjar í október. Það verður auglýst nánar síðar.
Ekki þarf að tilkynna þátttöku í hópastarfið, bara mæta á staðinn.