Opinn fræðslufundur Einhverfusamtakanna
miðvikudaginn 20. nóvember 2013
Önnur skynjun – ólík veröld: Lífsreynsla fólks á einhverfurófi.
Fyrirlesari: Jarþrúður Þórhallsdóttir fötlunarfræðingur og einhverfuráðgjafi
Jarþrúður mun segja frá meistararannsókn sinni Önnur skynjun – ólík veröld: Lífsreynsla fólks á einhverfurófi.
Rannsóknin byggir á viðtölum við fólk á einhverfurófi, þar sem spurt var út í lífshlaup þess. Sérstök áhersla var lögð á skynjun og skynúrvinnslu þátttakenda og áhrif hennar á daglegt líf. Skólaganga, gildi greiningar á einhverfurófi og sjálfsskilningur var einnig sérstaklega skoðað.
Gefin hefur verið út bók sem byggir á rannsókninni.
Fundartími: Miðvikudagurinn 20. nóvember klukkan 20-22:30.
Fundarstaður: Háaleitisbraut 13, salur á 4. hæð.
Fundurinn er öllum opinn