Opið bréf til ráðherra: Geðheilsuteymi fyrir útvalda

Opið bréf til ráðherra: geðheilsuteymi fyrir útvalda

Eftir Bryndísi Snæbjörnsdóttur og Olgeir Jón Þórisson

Laugardagur, 13. febrúar 2021
 
Eft­ir Bryn­dísi Snæ­björns­dótt­ur og Ol­geir Jón Þóris­son: „Geðheilsu­teymi heilsu­gæsl­unn­ar vísa fólki með þroska­höml­un og á ein­hverfurófi frá. Óskað er eft­ir svör­um heil­brigðisráðherra.“
Bryndís Snæbjörnsdóttir
Bryn­dís Snæ­björns­dótt­ir

Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigðisráðherra birti ágæt­an pist­il í Morg­un­blaðinu 19. janú­ar sl. um geðheil­brigðisþjón­ustu. Meðal þess sem hún nefn­ir þar eru þær úr­bæt­ur sem orðið hafa með til­komu geðheilsu­teym­anna og þeirri vinnu sem lögð hef­ur verið í að draga úr biðlist­um vegna ADHD-grein­inga.

Þessu ber vissu­lega að fagna. Óhjá­kvæmi­legt er þó að benda á að geðheilsu­teym­in eru ekki ætluð öll­um. Í upp­lýs­ing­um á heimasíðum geðheilsu­teym­anna kem­ur m.a. fram að það sé „frá­bend­ing“ að vera með þrosk­arask­an­ir (ein­hverfuróf) og er ein­stak­ling­um með þær grein­ing­ar vísað frá þegar þeir leita eft­ir þjón­ustu geðheilsu­teym­anna. Í þessu er fólg­in aug­ljós og al­var­leg mis­mun­un á grund­velli fötl­un­ar hvað varðar aðgang að heil­brigðisþjón­ustu. Slík mis­mun­un fer í bága við ís­lensk lög og samn­ing Sam­einuðu þjóðanna um rétt­indi fatlaðs fólks og fleiri fjölþjóðlega mann­rétt­inda­samn­inga sem ís­lenska ríkið hef­ur skuld­bundið sig til að virða og fram­fylgja.

Í þessu sam­bandi vilj­um við einnig vekja at­hygli heil­brigðisráðherra, fé­lags­málaráðherra og annarra á að til að fá grein­ingu vegna ein­hverfu eða þroskarösk­un­ar þarf fólk sem orðið er eldra en 18 ára að leita til sjálf­stætt starf­andi sér­fræðinga. Fyr­ir þær grein­ing­ar þarf fólk að greiða háar fjár­hæðir. Mjög oft er þar um ein­stak­linga að ræða sem hafa ekki fjár­hags­lega burði til að mæta þeim kostnaði. Marg­vís­leg lög­bund­in þjón­usta og rétt­indi eru þó í raun háð því að slík grein­ing liggi fyr­ir.

Nú er verið að stofna geðheilsu­teymi fyr­ir fólk með þrosk­arask­an­ir og/​eða ein­hverfu. Það teymi á þó ein­göngu að sinna þeim hópi sem er í bú­setu og þjón­ustu sveit­ar­fé­lag­anna, sam­kvæmt þeim upp­lýs­ing­um sem við höf­um fengið.

Við verðum því að beina þess­ari spurn­ingu til heil­brigðisráðherra og treyst­um því að hún svari henni fljótt og skýrt:

Hvar legg­ur ráðherra til að fólk með þroska­höml­un og/​eða ein­hverfu, sem ekki er í bú­setu og þjón­ustu sveit­ar­fé­laga, fái nauðsyn­lega geðheil­brigðisþjón­ustu?

Afar brýnt er að fá svar við þess­ari spurn­ingu án frek­ari drátt­ar þar sem vitað er og viður­kennt að geðrask­an­ir eru al­geng­ur fylgi­fisk­ur ein­hverfu.

Höf­und­ar eru for­menn Lands­sam­tak­anna Þroska­hjálp­ar og Ein­hverf­u­sam­tak­anna.

Olgeir Jón Þórisson
Ol­geir Jón Þóris­son