Persónulegir talsmenn fatlaðs fólks

Vilt þú gerast persónulegur talsmaður fatlaðs einstaklings?

Einstaklingur, sem vegna fötlunar á erfitt með að gæta hagsmuna sinna, á rétt á að velja persónulegan talsmann sér til aðstoðar skv. 7. grein laga um réttindagæslu fyrir fatlað fólk frá 2011. Meðal skilyrða sem þarf að uppfylla til þess að gerast persónulegur talsmaður er að sækja fræðslu um innihald og áherslur í starfinu. Um sjálfboðið starf er að ræða en tilfallandi kostnaður er greiddur.

                                               Námskeið fyrir áhugasama

Þeir sem hafa áhuga á að gerast persónulegir talsmenn eru beðnir um að hafa samband við réttindagæslumann fatlaðs fólks á sínu svæði fyrir 8. janúar nk. og munu í framhaldinu fá upplýsingar um námskeið vegna fyrrgreindrar fræðslu.

Réttindagæslumaður mun veita frekari upplýsingar um hlutverk persónulegs talsmanns sé þess óskað, en nálgast má lög um réttindagæslu fyrir fatlað fólk sem og reglugerð um persónulega talsmenn á www.vel.is.


Upplýsingar um réttindagæslumenn fatlaðs fólks:  

Reykjavík og Seltjarnarnes

Magnús Þorgrímsson

Sími: 858 1550
Netfang: magnus@rett.vel.is
Aðsetur: Borgartúni 22, 2. hæð, 105 Reykjavík 

Kristjana Sigmundsdóttir

Sími: 858 1627
Netfang: kristjana.sigmundsdottir@rett.vel.is
Aðsetur: Borgartúni 22, 2. hæð, 105 Reykjavík 

Kópavogur, Garðabær, Álftanes, Mosfellsbær og Kjós

Jarþrúður Þórhallsdóttir

Sími: 858 1753

Netfang: jarth@rett.vel.is
Aðsetur: Hlíðasmára 6, 2. hæð, 201 Kópavogi  

Hafnarfjörður og Suðurnes

Rósa Hrönn Árnadóttir

Sími:858 1798
Netfang: rosa.hronn@rett.vel.is
Aðsetur: Hlíðasmára 6, 2. hæð, 201 Kópavogi 

Vesturland og Vestfirðir

Jón Þorsteinn Sigurðsson

Sími: 858 1939

Netfang: jons@rett.vel.is

Aðsetur: Stillholti 16-18, 300 Akranesi 

Norðurland

Guðrún Pálmadóttir

Sími 858 1959 

Netfang: gudrun.palmadottir@rett.vel.is

Aðsetur: Skipagötu 14, 600 Akureyri 

Austurland

Sigurlaug Gísladóttir

Sími 858 1964

Netfang: sigurlaug.gisladottir@rett.vel.is

Aðsetur: Tjarnarbraut 39a,  700 Egilsstöðum

Suðurland

Sigrún Jensey Sigurðardóttir

Sími  858 2142

Netfang: sigrun@rett.vel.is

Aðsetur: Sandvíkursetur, Bankavegi, 800 Selfossi