Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 18. ágúst

Einhverfusamtökin eru meðal fjölmargra félagsamtaka sem þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni geta hlaupið fyrir og um leið vakið athygli á málstaðnum. Áheitasöfnun fer fram á vefnum Hlaupastyrkur, sjá hér að neðan. Þessi söfnun áheita er stærsta fjáröflun Einhverfusamtakanna og því mikilvæg fyrir starfsemina. Viljum við hvetja fólk til að skrá sig og hlaupa fyrir samtökin. https://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/charity/458/einhverfusamtokin

Við verðum með íþróttaboli á skrifstofu Einhverfusamtakanna í ágúst fyrir þá hlaupara sem hafa áhuga á að eignast góðan bol með merki samtakanna.