13.08.2014
Sigrún Birgisdóttir
Til félagsmanna og annara stuðningsaðila Einhverfusamtakanna.
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka verður haldið 23. ágúst. Nú þegar hafa 68 hlauparar skráð sig til styrktar Einhverfusamtökunum og þökkum við þeim kærlega stuðninginn.
Þeir sem hlaupa til styrktar Einhverfusamtökunum geta komið á skrifstofu samtakanna og fengið gefins boli merkta samtökunum. Eru bolirnir úr góðu dry-fit efni. Þeir sem hafa áhuga á að eignast bol en taka ekki þátt í hlaupinu geta keypt þá á kostnaðarverði kr. 3.000,-. Skrifstofa samtakanna er á Háaleitisbraut 13, 2. hæð og er hún opin miðvikudaga og föstudaga. Aðra virka daga geta starfsmenn Sjónarhóls afhent bolina, Sjónarhóll er á sama stað. Einnig er hægt að fá bolina senda heim, sendið þá póst á
einhverfa@einhverfa.is