REYKJAVÍKURMARAÞON íSLANDSBANKA

REYKJAVÍKURMARAÞON 2015

Við erum innilega þakklát þeim hlaupurum sem ætla að hlaupa til styrktar Einhverusamtökunum. Viljum við hvetja þá og ykkur öll til að deila styrktarsíðu samtakanna og hvetja fólk til að heita á hlaupara. Margt smátt gerir eitt stórt og er þetta mikilvæg fjáröflun fyrir starfsemina. Slóðin á síðuna er: http://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/felag/700179-0289

Hlauparar geta einnig komið á skrifstofu Einhverfusamtakanna og fengið gefins boli með merki samtakanna.  Eru þetta bolir úr Dri-fit efni og góð öndun.  Einnig eigum við buff (skjólur) með merki samtakanna.