Í Fréttablaðinu í dag er sagt frá því hvernig tekist hefur að nýta sérgáfur einhverfra í dönskum hátæknifyrirtækjum. Thorkil Sonne stofnandi Specialisterne hefur þjálfað stóran hóp einstaklinga á einhverfurófinu og fengið verkefni fyrir helming þeirra við prófanir og önnur tæknistörf í Danmöku. Hægt er að lesa greinina á netinu.
Umsjónarfélag einhverfra ákvað á stjórnarfundi 20. janúar 2009 að stuðla að því að svona fyrirtæki verði sett upp hér á landi. Til þess að það takist að setja upp svona fyrirtæki þarf samstarf og vilja fyrirtækja á markaðnum, aðstandenda einstaklinga á einhverfurófi, ríkis og sveitafélaga. Stofnun svona fyrirtækis nú mun skapa störf fyrir fleirra fagfólk og fyrstu einstaklingarnir sem ljúka þjálfun gætu farið að taka þátt í atvinnumarkaðnum þegar kreppan, sem nú fer að nálgast hámark fer að líða undir lok.
Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í þessu verkefni, fyrirtæki, aðstandur, sveitarfélög, fagfólk geta haft samband við Hjört Grétarsson, formann Umsjónarfélags einhverfra hjortur.gretarsson@gmail.com