Skautaæfingar fyrir fatlaða Íþróttafélagið Ösp, býður upp á 10 vikna skautanámskeið fyrir fatlaða og þroskahamlaða einstaklinga í Skautahöllinni í Laugardal frá og með 9.október 2011. Kennt er eftir alþjóðlegum áfangamarkmiðum Special Olympics hreyfingarinnar þar sem einstaklingurinn er í fyrirrúmi.
Flokkar eru aldurs og getuskiptir Þriðjudagar 6-10 ára Kl.17:30-19:10 Sunnudagar 11 ára og eldri Kl.19:30-21:15
Markmið
§ Að auka almenna færni innan íþróttarinnar
§ Að efla styrk og úthald
§ Að bæta jafnvægi og samhæfingu
§ Að bæta líkamsvitund og túlkun tónlistar
Helga Olsen leiðir hóp reyndra þjálfara sem bjóða upp á metnaðarfullar, fjölbreyttar og skemmtilegar æfingar fyrir fatlaða og þroskaskerta einstaklinga frá 6 ára aldri.
Vertu með í skemmtilegum hópi, hlökkum til að sjá þig!! Verð aðeins:15.000,-
Helga Olsen leiðir hóp reyndra þjálfara sem bjóða upp á metnaðarfullar, fjölbreyttar og skemmtilegar æfingar fyrir fatlaða og þroskaskerta einstaklinga frá 6 ára aldri. Vertu með í skemmtilegum hópi, hlökkum til að sjá þig!! Verð aðeins:15.000,-
Frekari upplýsingar og skráning er í höndum þjálfara námskeiðsins, Helga Olsen olsen.helga@gmail.com Sími: 698-0899