Stuðningshópur á suðurlandi

Til stendur að stofna stuðningshóp á Suðurlandi fyrir foreldra barna með fötlun á einhverfurófi. Mun hópurinn starfa með svipuðum hætti og aðrir foreldrahópar hjá Umsjónarfélagi einhverfra, en þeir hittast einu sinni í mánuði þar sem foreldrar spjalla saman um það sem þeir eru að takast á við. Oft hafa fundist lausnir á vandamálum og komið fram hugmyndir sem hafa getað nýst mörgum á þessum kvöldstundum. Ákveðið hefur verið að hafa stofnfundinn þriðjudaginn 16. september frá klukkan 20 til 22. Fundurinn verður haldinn að Eyravegi 25 Selfossi. Ef þið þurfið nánari upplýsingar þá endilega sendið tölvupóst á netfangið einhverf@vortex.is .