Miðvikudaginn 17. febrúar síðastliðinn var haldinn fræðslufundur hjá Umsjónarfélagi einhverfra um lífseflihópinn „Út úr skelinni“. Þrír einstaklingar með fötlun á einhverfurófi, þau Freddý, Kjartan og Kristín lístu lífi sínu og þeim áhrifum sem það hefur haft að taka þátt í starfi „Út úr skelinni“. Greinilegt er að starf hópsins er að veita þeim mikinn stuðning, en einnig þjálfun í félagslegum samskiptum. Þökkum við þeim kærlega fyrir að koma og deila reynslu sinni með okkur.