Foreldranámskeið

Námskeið Umsjónarfélags einhverfra fyrir foreldra barna sem nýlega hafa fengið greiningu á einhverfuróf verður haldið 9. febrúar og 1. mars 2008. Námskeiðið stendur frá kl. 9 til 4 báða dagana.

Skipuleggjendur: Jarþrúður Þórhallsdóttir foreldraráðgjafi á Sjónarhóli Ráðgjafarmiðstöð og Sigrún Birgisdóttir framkvæmdastjóri Umsjónarfélags einhverfra.

Námskeiðið er haldið að Háaleitisbraut 13, 4. hæð.

Námskeiðið er foreldrum að kostnaðarlausu og einnig kaffiveitingar og hádegisverður.

Áhugasamir skrái þáttöku á póstfangið einhverf@vortex.is