Foreldranámskeið Umsjónarfélags einhverfra

Umsjónarfélag einhverfra hefur undanfarin ár haldið námskeið fyrir foreldra barna sem nýlega hafa fengið greiningu á einhverfurófi. Þar er kynnt sú þjónusta sem svæðisskrifstofur og félagsþjónustan bjóða uppá, rætt um sorgarviðbrögð, þjálfunaraðferðir og ýmislegt fleira. Þessi námskeið eru foreldrum að kostnaðarlausu. Ef nægur áhugi er fyrir hendi stefnum við að því að halda slíkt námskeið í vetur. Áhugasamir eru því vinsamlegast beðnir að senda okkur tölvupóst á netfangið einhverf@vortex.is með nafni og netfangi.

Með kveðju, Sigrún Birgisdóttir, skrifstofu Umsjónarfélags einhverfra.