Opinn fræðslufundur hjá Umsjónarfélagi einhverfra
FUNDAREFNI:
Nám og kennsla barna og unglinga með einhverfu
Umsjónarfélag einhverfra stendur fyrir fræðslufundi um nám og kennslu barna og unglinga með einhverfu. Á fundinum mun fagfólk með reynslu og þekkingu á málefnum þessara nemenda segja okkur frá störfum sínum.
Fyrirlesarar verða:
Hugborg Erlendsdóttir, leikskólasérkennari talar um nám barna með einhverfu í leikskóla.
Elín Björg Birgisdóttir, grunnskólakennari talar um nám barna með einhverfu í almennum grunnskóla.
Margrét Valgerður, þroskaþjálfi í grunnskóla talar um nám barna með einhverfu í sérdeild fyrir einhverf börn.
Eygló Ingólfsdóttir, sérkennari fjallar um nám barna og unglinga með einhverfu í framhaldsskóla.
Að kynningunum loknum verður boðið upp á kaffi og umræður.
Þetta er gott tækifæri til að kynna sér hvernig verið er að vinna annarsstaðar og að bera saman bækur sínar, deila reynslu og fá nýjar hugmyndir! Allir sem áhuga hafa eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðunum um þetta mikilvæga málefni.
Fundartími: Fimmtudaginn 28. febrúar, klukkan 19:30.
Fundarstaður: Háaleitisbraut 13, 4. hæð.
Fundurinn er öllum opinn.
Skólanefnd Umsjónafélags Einhverf undirbjó þennann fund.
STJÓRNIN
Sumardvöl fyrir fötluð börn og ungmenni:
Umsóknarfrestur vegna sumardvalar fatlaðra barna í Reykjadal og Laugalandi í Holtum fyrir sumarið 2008 er til 1.mars næstkomandi. Sótt er um hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra. Hægt er að nálgast umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á netinu http://www.slf.is/
Ágóði styrktartónleika Caritas á Íslandi
Caritas á Íslandi hefur nýlega afhent 850.000 krónur sem er ágóði af aðventutónleikum í Kristskirkju við Landakot til styrktar umsjónarfélagi einhverfra. Í fréttatilkynningu segir m.a. að metaðsókn hafi verið á tónleikana, en kirkjan tekur rúmlega 250 manns. Tónleikarnir voru fyrst haldnir 1994 og er þetta orðinn árviss atburður. Það eru um 9 milljónir sem Caritas hefur safnað á þessum tíma sem hlýtur að teljast gott af ekki stærra félagi. Án þeirra listamanna, sem allir hafa gefið vinnu sína, væri þetta ekki mögulegt.
Caritas-tónleikarnir marka fyrir marga upphaf aðventunnar og fjölmargir gestir komi ár eftir ár á þessa tónleika.
Meginhlutverk Caritas á Íslandi er félagslegt réttlæti og hjálparstarf. Cartias hefur skipulagt fjölmörg átaksverkefni hérlendis vegna þeirra sem minna mega sín eða verið settir hjá í tilverunni.
Caritas á Íslandi starfar innan rómversk kaþólsku kirkjunnar og er hluti af Alþjóðasambandi Caritas (Caritas Internationalis).