PEERS®námskeið í félagsfærni

PEERS®námskeið í félagsfærni

PEERS® er námskeið í félagsfærni fyrir börn, unglinga og ungmenni með einhverfu, ADHD, kvíða, þunglyndi og/eða aðra félagslega erfiðleika á aldrinum 11 – 18 ára.

Fyrsta námskeiðið verður á vorönn 2017 og verður vikulega frá 9. mars til 15. júní, alls 14 skipti, á fimmtudögum kl. 17 – 18:30. Annað námskeið verður haldið á haustönn 2017, tímasetning auglýst síðar. Námskeiðið er fyrir 8-10 unglinga og foreldra þeirra.

Leiðbeinendur:

  • Guðrún Jóhanna Benediktsdóttir iðjuþjálfi
  • Ingibjörg Karlsdóttir félagsráðgjafi og lýðheilsufræðingur MPH 

Staðsetning er húsnæði ÍSÍ að Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

Námskeiðsgjald er kr. 140.000 og inn í þeirri upphæð er símaskimun, einkaviðtal og 14 skipti fyrir annars vegar unglingahóp og hins vegar foreldrahóp, hvert skipti 90 mín. Hægt er að dreifa greiðslum.

Athugið að hægt er a ð sækja um frístundastyrk í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og Mosfellsbæ. Þar sem námskeiðið er einnig fyrir foreldra þá geta þeir sótt um tómstundastyrki í sínum stéttarfélögum.

Skráning í netfangið felagsfaerni@felagsfaerni.is  og einnig í gsm  8220910 og 8636394.

Heimasíða námskeiðsins er í vinnslu og verður opnuð á næstu dögum, slóðin er www.felagsfaerni.is. Sjá einnig á FB PEERS félagsfærninámskeið.