22.12.2023
Sigrún Birgisdóttir
Einhverfusamtökin auglýsa eftir sjálfboðaliðum í tímabundna vinnuhópa.
Einhverfusamtökin auglýsa nú eftir áhugasömum sjálfboðaliðum í tímabundna vinnuhópa sem eiga að útfæra þýðingu Samnings Sameinuðu þjóðanna um Réttindi Fatlaðs Fólks (SRFF) í tilviki einhverfu. Hver hópur ákveður nánar innbyrðis hvernig innra starf hópsins verður útfært, eins og hvenær hann fundar og annað nánara skipulag. Byrjað verður á þremur málefnum og tekur hver hópur eitt þeirra. Í þessari umferð verður það aðgengi, atvinna, og menntun.