24.08.2018
Starfsbraut - hvað svo?
Landssamtökin Þroskahjálp boða til fundar 29. ágúst nk. kl. 19.30 í húsnæði samtakanna að Háleitisbraut 13, 4. hæð. Á fundinum verður farið yfir stöðuna í málefnum ungmenna sem útskrifast hafa af starfsbrautum framhaldskólanna, rætt hvað brýnast er að bæta og reynt að koma fram með tillögur að lausnum.